Hvað er sjálfsvíg?
Sjálfsvíg er þegar einstaklingur ákveður að svipta sig lífi. Ástæður þess og aðdragandi er flókinn og getur verið erfitt að útskýra sjálfsvíg í stuttu máli. Þess vegna reynum við að fara svolítið djúpt í það. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt málefni og því þurftum við að vanda okkur með verkefnið.
Sjálfsvíg er langt og flókið ferli sem á sér þann endi að viðkomandi sér ekki tilgang í því að draga andann lengur. Erfitt er að segja til um hvers vegna viðkomandi tekur þessa ákvörðun. Sjaldnast er þó hægt að kalla þetta skyndiákvörðun þó að það komi einnig fyrir. Það sem einkennir þá sem fremja sjálfsvíg er mikil vanlíðan sem hefur safnast upp smám saman sem að einstaklingurinn sér ekki fram úr að leysa. Sjálfsvígshugsanir eru þó miklu algengari en sjálfsvíg og fullt af fólki sem þekkja þær. Þá er fólk oft meira að tala um hugsanirnar og ætlar sér samt innst inni aldrei að fremja sjálfsvígið sjálft. Þegar fólki er mjög alvara með sjálfsvíg er það því miður í lang flestum tilvikum ekkert að segja frá því. Þegar fólk er í þessum hugsunum nær það ekki að hugsa rökrétt og sér því enga aðra leið út úr vandanum. Aðferðirnar eru margar en algengustu eru þó lyfjainntaka, hengingar og að skera á slagæð. Sjálfsvíg skaðar ekki bara veika einstaklinginn heldur alla í kringum hann. Ef besti vinur þinn ákveður að taka sitt eigið líf er hann einnig að valda þér gríðarlegum sársauka. Auðvelt er að ímynda sér að ættingjar og vinir sem hafa misst einhvern nákominn úr sjálfsvígi muni aldrei ná sér að fullu eftir það. Það er enn erfiðara ef enginn veit fyllilega ástæðuna og það sem situr eftir hjá ættingjum er að það hefði verið hægt að bjarga viðkomandi.
Andleg veikindi eru ekki ólík líkamlegum veikindum. Ef þú fótbrotnar þá heldur þú ekki bara áfram með lífið og bíður eftir því að beinið grói. Þú þarft aðstoð frá fagaðilum og það tekur tíma að ná heilsu. Það sama gildir um andleg veikindi. Því oftar sem þú stígur í brotinn fótinn án þess að fá aðstoð því meiri verður sársaukinn. Ómeðhöndlað þunglyndi versnar, veldur miklum sársauka og getur leitt til sjálfsvígs.