top of page

Niðurstöður

Okkur fannst sjálfsvíg á Íslandi virkilega áhugavert málefni og ákváðum við því að kanna það betur. Það kom í ljós að karlar fremja mikið fleiri sjálfsvíg á ári heldur en konur. Það fannst okkur mjög áhugavert og vildum reyna að skilja afhverju það er. Rannsóknarspurningin okkar er því: ,,Hvort kynið fremur oftar sjálfsvíg á Íslandi og afhverju?"

 

Við reyndum að fá sem flest sjónarhorn á málinu og notuðum þess vegna mismunandi heimildir við verkefnið. Við tókum viðtal við fulltrúa Píeta samtakanna en þau bjóða upp á hjálp fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum sem og fyrir eftirlifendur. Við tókum líka viðtal við fulltrúa Rauða krossins en þau reka hjálparsíma fyrir fólk í vanlíðan. Þetta voru áhugaverð viðtöl en mest fengum við þó út úr viðtalinu við Thelmu Gunnarsdóttur, sálfræðing á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Viðtalið við hana var virkilega áhugavert og fræðandi og mælum við eindregið með því að lesa það.

 

Við komumst að ýmsu merkilegu í rannsókninni okkar sem okkur hefði ekki dottið í hug. Karlar fremja meira en helmingi fleiri sjálfsmorð en konur á hverju einasta ári. Það eru margar ástæður fyrir því en helstu ástæðurnar eru að karlar eru mikið hvatvísari og nota afdrifaríkari aðferðir. Karlar eru að nota aðferðir eins og hengingar, drekkja sér og nota skotvopn. Skotvopn eru þó ekki jafn algeng hér og annars staðar í heiminum. Konur eru meira að nota aðferðir eins og að taka lyf í alltof miklu magni, til dæmis róandi lyf eða svefnlyf.  Algengt er einnig að konur skeri á slagæð við sjálfsvíg. Lyf og skurðir gefa möguleika á að bjarga einstaklingnum eða honum tækifæri til að hætta við en það sama verður ekki sagt um hengingar og notkun skotvopna. Þess vegna tekst mikið sjaldnar að bjarga körlunum heldur en konunum. Konur hringja líka oft á aðstoð um leið og lyf hafa verið tekin eða skurður skorinn meðan aðrir ofangreindir verknaðir bjóða ekki upp á það. Fleiri sjálfsvígstilraunir eru skráðar á konur á Íslandi. Ríkislögreglustjóri  tók saman yfirlit yfir fjölda sjálfsvíga fyrstu 20 vikur ársins 2020 og fjölda tilrauna og er niðurstaðan sú að 11 sjálfsvíg voru framin á þessum tíma og gerðar 94 tilraunir. Tilraunirnar eru mun fleiri en sjálfsvígin sjálf.

 

Karlmenn í dag eru undir svokallaðri karlmennskupressu sem virkar þannig að þeir eiga í rauninni ekki að vera jafn tilfinningaríkir og stelpur. Þeir eiga því að gráta mikið minna og harka meira af sér. Þessi þrýstingur veldur því að margir karlmenn segja ekki frá þegar þeim líður illa sem getur leitt til þunglyndis. Sjálfsvígshugsanir eru mikið algengari en sjálfsvíg og hugsar meirihluti fólks einhverntíman á ævinni um dauðann. Við gerðum könnun sem við létum fólk á aldrinum tíu ára og upp úr svara. Niðurstaða hennar var að 74% svarenda þekktu einhvern sem hefur haft sjálfsvígshugsanir. Aftur á móti höfðu 26% svarenda misst einhvern nákominn úr sjálfsvígi. Það er sláandi hvað þessi hópur er stór og sýnir okkur að sjálfsvíg snertir miklu fleiri en þann sem fremur það. Okkur fannst málefnið mjög viðkvæmt og vandmeðfarið og ákváðum við því að einblína á hjálpina. Við tókum bæði saman yfirlit yfir þá aðila sem veita hjálp og einnig skilaboð til fólks í sjálfsvígshugleiðingum. 

​

Það sem okkur fannst áhugaverðast var að á seinustu hundrað árum, síðan farið var að skrá dánartíðni vegna sjálfsvíga virðist sem enginn árangur hafi náðst og á hverju ári er fjöldi sjálfsvíga sá sami. Þrátt fyrir mikla fræðslu, aukna aðstoð, meiri þekkingu og fleiri aðila sem sinna fólki í vanlíðan. Bent hefur verið á að kannski er árangur fólginn í því að sjálfsvígum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir aukna vanlíðan fólks í flóknu nútíma samfélagi. Áhugavert væri að skoða næst hvað við getum gert til að koma í veg fyrir sjálfsvíg.

"Fáðu hjálp!"
bottom of page