top of page

Viðtöl

Við ákváðum að taka viðtöl við þá aðila og samtök sem við teljum vita mikið um sjálfsvíg. Við tókum viðtal við Píeta samtökin, Rauðakrossinn og Thelmu Gunnarsdóttur sálfræðing í Vestmannaeyjum. Viðtölin voru áhugaverð og fræddu þau okkur gríðarlega mikið. Við erum virkilega ánægðar að hafa náð á tal með þessum aðilum og viljum við þakka þeim öllum fyrir svörin.

Thelma Gunnarsdóttir

Sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Færð þú oft fólk í viðtal sem hefur verið í sjálfsvígshugleiðingum?  

  • kemur reglulega fyrir, algengara en fólk heldur

  • fólk er oft með dauða hugsanir án þess að það ætli að fremja sjálfsvíg

  • slíkar hugsanir algengari en fólk heldur

  • fólk segir yfirleitt ekki frá undirbúningi sjálfsvígs sé því alvara

  • sjaldgæft að fólk segi frá undirbúningi en gerist nokkrum sinnum á ári

  • ef börn lýsa undirbúningi sjálfsvígs eru þau send í bráðaviðtal á BUGL

  • sálfræðingurinn sendir fólk í þannig viðtöl u.þ.b. fjórum sinnum á ári

  • algengara er að fólk komi í viðtöl sem er að tala um sjálfsvígshugsanir

 

Er eitthvað eitt sem einkennir þennan hóp? 

  • fólk er mjög þunglynt

  • þegar þunglyndi er alvarlegt þá eru sjálfsvígshugsanir einn möguleiki

  • oft ekki að gerast í fyrsta skipti, oft lent í erfiðleikum

  • annars bara fólk af öllum stærðum og gerðum

 

Eru sjálfsvígshugsanir jafnalgengar í öllum aldurshópum? 

  • algengastar hjá ungu fólki á aldrinum 20-25

  • sjaldgæfari eftir því sem fólk er yngra

  • áhættuhópur líka í kringum fertugt

 

Er munur á milli kynjanna? 

  • sjálfsvígshugsanir jafn algengar óháð kyni

  • karlar hins vegar líklegri til að láta verða af sjálfsvígi

 

Hverjar eru helstu ástæður sjálfsvíga? 

  • fer eftir aldri

  • ástæður oft alvarlegt þunglyndi eða neysla

  • neysla vímuefna veldur oft alvarlegu þunglyndi

  • ástarsorg og mikill missir einnig algengt

  • mikil krísa í lífinu, hverskonar

  • í þunglyndi verða hugsanirnar svo skakkar, svartsýni tekur yfir og engin lausn í sjónmáli sem væri augljós væri viðkomandi heill heilsu

  • hjá ungu fólki er oft talað um slys og mjög hvatvísu fólki

  • unglingar eru sjálflægir, eiga erfitt með að ímynda sér framtíðina og taka dramatískar ákvarðanir

  • helsta ástæðan er mikil vanlíðan sem fólk sér ekki fram úr

  • erfitt fyrir eftirlifendur að vita ekki ástæðu fyrir sjálfsvígi

  • yfirleitt eru ekki bréf eða skýrar ástæður fyrir hendi

 

Hversu lengi líður fólki illa áður en það fær sjálfsvígshugsanir? 

  • ef fólk hefur áður verið í vanlíðan eða reynt sjálfsvíg þá eykst hættan

  • oft er um að ræða margra ára vanlíðan

  • sjálfsvígið sjálft getur komið á óvart en yfirleitt er löng saga um vanlíðan

  • tími vanlíðunar getur verið mjög misjafn

 

Er algengt að fólk sé búið að skaða sig áður en það hugsar um sjálfsvíg? 

  • sjálfsskaði er annað en sjálfsvíg

  • sjálfsskaði er ekki endilega tengdur hugsun um að vilja deyja

  • frekar örvænting að líður ekki nógu vel og ráðaleysi á ákveðnum aldri

  • sjálfsskaði er margfalt algengari, sérstaklega á unglingsaldri

  • sjálfsskaði er áhættuhegðun, svipað og að keyra hratt þó ekki eins sýnilegt

  • sjálfsskaði er ekki endilega tengdur sjálfsvígi beint

 

Er hægt að greina á milli þeirra sem fá sjálfsvígshugsanir og þeirra sem láta verða af því? 

  • þeir sem fremja sjálfsvíg eru búnir að hafa sjálfsvígshugsanir lengi

  • sjálfsvígshugsanir eru frekar algengar þ.e. að vilja vera bara dáinn

  • þeir sem hafa undirbúið sjálfsvíg eða tímasett eru í meiri hættu á að fremja

  • sjálfsvíg geta verið eins og slys, fólk lendir í einhverju sem var leysanlegt

  • nákvæmt plan, löng veikindi og ítrekuð veikindi eru hættumerki

 

Hvaða aðferðum er helst beitt við sjálfsvíg? 

  • að taka of mikið af lyfjum, t.d. róandi, svefnlyf, sterk verkjalyf sem deyfa

  • hengingar

  • skera á slagæð

  • skotvopn, þó minna en í útlöndum

  • ganga í sjóinn

  • kasta sér fyrir bíl

  • keyra á, oft skráð sem slys

  • gas úr bíl

  • stökkva fram af byggingum

 

Hvort kynið er algengara til sjálfsvígstilrauna, afhverju? 

  • konur fremja fleiri tilraunir

  • fleiri sjálfsvíg eru framin af karlmönnum

  • konur eru líklegri til að nota lyf og skurði og möguleiki er á björgun

  • hengingar, skotvopn, akstur og að ganga í sjóinn eru líklegri til að takast

 

Hvað telur þú best að gera til að koma í veg fyrir sjálfsvíg? 

  • Fræða fólk um sjálfsvígshugsanir

  • áætlun er búin til fyrir sjúklinga, þeir minna sig á afhverju vil ég lifa

  •  síðan hvað ég ég að gera þegar mér líður illa

  • áríðandi því hugsunin er svo órökrétt í sjálfsvígshugsunum

  • almenn fræðsla er í samfélaginu um hugsanirnar, margir fá þær

  • látið vita að það er hægt að fá aðstoð

  • hugsanir að baki sjálfsvígshugsunum eru óraunhæfar hugmyndir og það er hægt að gera lífið betra

  • forvarnir og opin umræða mikilvæg

 

Lítill árangur virðist hafa náðst með forvörnum og fræðslu, afhverju er það? 

  • enginn árangur náðst í 100 ár, þau ár sem sjálfsvíg hafa verið mæld

  • nánast sami fjöldi á ári hverju af sjálfsvígum

  • á móti kemur að gríðarleg aukning er á vanlíðan eins og þunglyndi og kvíða en sjálfsvígum hefur ekki fjölgað

  • kannski er árangur fólginn í því að sjálfsvígum fjölgi ekki miðað við hvað margir eru að meiða sig og hversu margar tilraunir eru gerðar

 

Hvaða skilaboðum vilt þú koma til skila til fólks með sjálfsvígshugsanir? 

  • fáðu þér aðstoð sem allra fyrst

  • mikilvægast að setja þetta í hendurnar á öðrum því fólk er ekki fært um að gera það sjálft þegar hugsanirnar eru komnar

  • fólk þarf hjálp, fólk getur ekki séð góðu vinina, fjölskylduna eða hæfileika sína 

  • það er ekkert að marka þessar hugsanir, fólk er ófært um rökhugsun

  • fólk er ekki fært um að leysa þessa hugsun sjálft og þarf faglega aðstoð

  • verður að segja einhverjum frá, alveg sama hver er

  • það er alltaf leið en hún getur verið ósýnileg þegar fólk á í sjálfsvígshugsunum

Rauði krossinn

Brynhildur Bolladóttir

Telur þú sjálfsvíg vera algeng á Íslandi?

Það hvort sjálfsvíg séu algeng á Íslandi eða ekki er svosem ekki mat eins né neins heldur tölulegar staðreyndir. Erlendur samanburður sýnir að við erum t.d. nokkuð svipuð öðrum Norðurlandaþjóðum

 

Hverjar eru oftast ástæðurnar vegna sjálfsvígs?

Vanlíðan er oftast ástæða sjálfsvíga, fólki sem líður illa og sér enga aðra leið út úr vanlíðaninni. Oft getur fólk hafa orðið fyrir áföllum, glímt lengi við þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma. Það er hins vegar alltaf hægt að fá aðstoð.  

 

Þegar þið fáið símtöl varðandi svona atburði, er það erfitt og hvernig bregðist þið við?

Hjálparsíminn 1717 fær mörg símtöl varðandi sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunir. Þau eru alltaf mjög erfið, bæði fyrir þann sem hringir og þann sem svarar símanum en það er líka mjög þakklátt að fólk hringi og leiti sér aðstoðar. Við veitum upplýsingar og stuðning og ef fólk hefur nú þegar t.d. tekið inn lyf eða slíkt og ætlar sér að deyja þá höfum við samband við lögreglu og reynum að komast að því hvar viðkomandi er og bjarga honum.

 

Hver finnst þér besta ástæðan til þess að koma í veg fyrir sjálfsvíg?

Það skiptir miklu máli að hlúa að sér, gera hluti sem láta manni líða vel, hreyfa sig, sofa vel og borða hollt. Þetta hljómar eins og klisja en skiptir máli. Þegar fólki líður mjög illa eru þetta þó ekki endilega þeir hlutir sem geta komið þeim út úr vanlíðaninni og þá er mikilvægt að leita sér hjálpar, t.d. hjá Hjálparsímanum 1717, heilsugæslu eða sjúkrahúsi. Það tekur enginn eigið líf nema líða virkilega illa og við viljum gera allt til þess að það gerist ekki.

 

Hverju vilt þú koma til skila til fólks sem er í sjálfsvígshugleiðingum?

Leitaðu þér hjálpar. Talaðu við einhvern sem þú treystir, foreldra þína, vini, kennara, einhvern í félagsmiðstöðinni eða hringdu í Hjálparsímann 1717.

 

Hvort er meira um kvenkyns eða karlkyns sjálfsvíg hér á landi ?

Fleiri karlar taka sitt eigið líf. Ég treysti mér ekki til að meta hvers vegna það er.

Annað sem þú vilt koma til skila?

Rauði krossinn hvetur alla sem líður illa að tala við einhvern sem þau treysta og ræða vanlíðanina. Það getur verið gott að hringja í Hjálparsímann 1717 ef maður þorir ekki að tala við einhvern sem maður þekkir.

Píeta samtökin

Guðný, starfsmaður hjá Píeta

Telur þú sjálfsvíg vera algeng á Íslandi?

Ég tel þau nokkuð algeng, já

 

Hverjar eru oftast ástæðurnar vegna sjálfsvígs?

Það getur enginn vitað

 

Þegar þið fáið símtöl varðandi svona atburði, er það erfitt og hvernig bregðist þið við?

það fer svolítið eftir því hvar fólk er statt, flestir hafa sem betur fer samband áður en þeir eru komnir á brúnina en ef að fólk er alveg komið á brúnina þá er það að sjálfsögðu erfitt þá reynum við aðeins að róa fólk og láta þau bíða aðeins með allar aðgerðir og höfum þá samband við lögregluna, reynum að fá að vita hvar fólk er statt, annars reynum við að fá fólk bara inn til okkar í viðtal og bjóðum þeim svo uppá meðferð ef það vill þiggja það

 

Hver finnst þér besta ástæðan til þess að koma í veg fyrir sjálfsvíg?

besta leiðin er að láta fólkið finna að það sé einhver ástæða til þess að lifa, reyna að fá fólk til að finna það sjálft

 

Hverju vilt þú koma til skila til fólks sem er í sjálfsvígshugleiðingum?

það er alltaf von og Píeta er til staðar fyrir fólk sem að líður svona skelfilega og við tökum alltaf á móti fólki

 

Hvort er meira um kvenkyns eða karlkyns sjálfsvíg hér á landi og afhverju?

Ég held að það séu karlar vegna þess að þeir eru hvatvísari en konur.

pieta.png
bottom of page