top of page

Könnun

Við undirbjuggum könnun fyrir allan aldur um sjálfsvíg.  Við erum að fjalla um virkilega viðkvæmt málefni og ákváðum við því að hringja í Píeta samtökin og fá grænt ljós á spurningalistann áður en við sendum hann í loftið. Við fengum krakka í fimmta, sjötta, og sjöunda bekk til okkar að svara könnunni og ákváðum svo að senda hana á Facebook og fengum við yfir 300 svör. Við lokuðum fyrir svör þegar svörin voru orðin 310. Flest svör fengum við frá KVK en það voru 64% af þeim sem svöruðu. KK var 34% og þeir sem telja sig vera annað en KK og KVK voru 2%.

Heldur þú að sjálfsvíg séu algeng á Íslandi?

68% af þeim sem svöruðu töldu sjálfsvíg algeng á Íslandi, 29% töldu þau óalgeng og 3% voru ekki viss.

Veistu um einhvern sem hefur verið með hugsanir af þessu tagi?

74% sögðust vita um einhvern með hugsanir af þessu tagi sem er gríðarlega há tala og var því erfitt að lesa úr henni. 26% sögðust ekki vita um neinn með sjálfsvígshugsanir. 

Hefur þú misst einhvern nákominn úr sjálfsvígi?

Ef já, hvaða kyn?

26% sögðust hafa misst einhvern nákominn úr sjálfsvígi og 74% sögðust ekki hafa misst neinn úr sjálfsvígi. 

Af þeim sem misst hafa einhvern nákominn úr sjálfsvígi eru 65% af þeim látnu KK og 23% KVK. 12% höfðu svo misst bæði KK og KVK úr sjálfsvígi.

Hvaða kyn heldur þú að sé algengast til að fremja sjálfsvíg á Íslandi?

79% töldu KK algengara til að fremja sjálfsvíg á Íslandi og 17% töldu KVK algengara til þess. 4% héldu svo að annað kyn væri algengast til að fremja sjálfsvíg á Íslandi.

Hvert getur maður leitað sér hjálpar?

Þarna höfðum við svarið skriflegt og fengum við því fjölmörg og ólík svör. Við tókum saman öll svörin og koma þau hérna fyrir neðan óháð einhverri sérstakri röð. Algengasta svarið var þó 1717 sem er hjálparsími Rauða krossins.

 

Fjölskylda, Foreldrar, 112, Vinir, 1717, Sálfræðingar, Google, Einhver sem maður treystir, Lögreglan, 1700, Kennarar, Píeta, Geðdeild, Rauði krossinn, Skólahjúkrunafræðingar, Námsráðgjafar, Sjúkrahús, Heilsugæsla, Barnavernd, Hvert sem er, Bráðamóttaka, Geðlæknar, Prestar, Heimilislæknar, Bergið, Félagsþjónusta, Spítali, læknar, LHS, Göngudeild geðdeildar, Kirkjan, Kvennaathvarf, Heilbrigðisstofnun, Skólinn, Bráðamóttaka, Þjálfarar, Sjáfsvíg.is, Geðhjálp

Hver eru skilaboð þín til manneskju með sjálfsvígshugsanir?

Svörin voru einnig skrifleg við þessari spurningu og fengum við gríðarlega mörg og falleg skilaboð til þessa veika fólks. Mörg svörin voru svipuð og sameinuðum við þau sem höfðu sömu merkingu.

 

Ekki hugsa um eitthvað vont, hugsaðu frekar um eitthvað gott.

Ekki gera það, þetta verður allt í lagi.

Hugsaðu hvernig allir í kringum þig yrðu ef þú myndir gera það.

Gangi þér vel.

Hver er tilgangurinn?

Þú veist að margir elska þig.

Vona að þér batni.

Þetta verður allt betra.

Þú átt bara eitt líf.

Þú ert nóg alveg sama hvað öðrum finnst.

Þú varst sett/ur á jörðina af ástæðu.

Mundu að þú ert nóg og ekki breyta þér fyrir einhvern annan.

Hættu að hugsa um svona og hugsaðu frekar um eitthvað jákvætt.

Hættu að hugsa um þetta, þú ert flott manneskja.

Þú ert stór partur af heiminum.

Þú ert meira en þú heldur.

Leitaðu þér hjálpar til einhvers sem þú treystir.

Það elskar þig alltaf einhver.

Láttu vita hvernig þér líður.

Þú átt svo mikið til að lifa fyrir.

Þú ert alveg jafn mikilvæg/ur og allir aðrir.

Ef þú ert ung/ur hugsaðu þá um framtíðina.

Hugsaðu um fólkið sem þykir vænt um þig.

Sjálfsvíg leysir engan vanda.

Þú getur gert betur ef þú reynir.

Það er fólk sem þykir vænt um þig.

Þú skiptir máli.

Það er til aðstoð.

Það er til betra líf.

Leitaðu þer hjálpar.

Þú átt þinn tilgang.

Þú kemst í gegnum þetta.

Það mun allt verða betra.

Horfðu á hið fallega og jákvæða sem lífið hefur upp á að bjóða.

Þú ert betri en þú heldur.

Lífið á eftir að verða betra, þú verður bara að bíða.

Sama hversu illa þér líður, þá á endanum muntu sjá tilgang til að lifa, það gæti tekið drullu langan tima, en það er þess virði.

Þetta verður betra, þraukaðu.

Hugsaðu um þá sem munu sakna þín.

Vertu sterk/ur.

Ekki gera þetta það mun ekki láta neinum líða vel.

Hugsaðu um alla sem elska þig.

Sjálfsvíg er aldrei lausnin.

Hugsaðu þig tvisvar um, það er alltaf önnur leið.

Love your self you beauty.

Ekki gefast upp.

Þetta gengur yfir, það er hægt að fá hjálp.

Þu átt allt gott skilið.

Ef að einhver er leiðinlegur við þig láttu þá vita, það segir meira um manneskjuna en þig.

Það að fremja sjálfsvíg er bara “auðvelda leiðin út” úr erfiðu ástandi.

Ég myndi hugsa um alla þá einstaklinga sem þú ert að skilja eftir og mun líða illa útaf þér.

Talaðu við einhvern!!!!

Leitaðu þér hjálpar, það er alltaf einhver sem getur hjálpað þér.

Þú ert ekki ein/n og það er hjálp að fá.

Þú ert mikils virði.

Fyrir einhverjum ertu allt.

Það verður allt betra.

Þú ert frábær einstaklingur með allt lífið framundan.

Þú þarft ekki að ganga einn í gegnum erfiðleikana.

 Segðu frá og fáðu hjálp, það er engin skömm í því.

Þú átt Lífið allt framundan, þetta er ekki þess virði.

Leitaðu þér hjálpar hjá fagfólki.

Ræddu málin við þann sem þú treystir best.

Það er ljós við endan á dimmum göngum.

Allir eiga eftir að sakna þín.

Þú ert nóg.

Það er alltaf hægt að fá hjálp.

Þú ert ekki ein/n.

Þetta líður hjá.

Sjálfsvíg er aldrei réttlætanlegt.

Það er alltaf einhver sem er tilbúin/n að hjálpa.

Leitaðu þér strax hjálpar.

Allt er betra en það sem þú ert að hugsa.

Hringdu í 1717.

Segðu frá hvernig þér líður.

Öll líf skipta máli, leitaðu þér hjálpar þangað til þú færð þá hjálpina sem þú þarft.

Það er einhver sem elskar þig svo heitt að líf þeirra manneskju mun líka klárast með þínu. Talaðu við þessa manneskju (hvort sem það er foreldri, maki, systkini, vinur eða eitthvað annað) og segðu þeim frá því hvernig þér líður. Ef það er of erfitt hafðu þá samband við 1717, hvort sem það er í gegnum síma eða netspjall. Þú ert mikilvæg/ur!

Þiggðu hjálp.

Leitaðu þér hjálpar, þetta er hugarástand sem hægt er að laga.

Það er til fólk sem getur aðstoðað.

Hugsaðu um fjölskylduna þína.

Það er alltaf hægt að fá hjálp.

Þú getur þetta.

Þetta er mjög erfitt en þetta verður betra.

Maður hefur oft heyrt að fólk sem hoppar fram af brú og lifir það af sjái nánast alltaf eftir því um leið og þau taka skrefið. Þetta er ekki þess virði, hugsaðu um alla sem þykir vænt um þig. Líf þitt gæti verið allt öðruvísi eftir nokkur ár.

Leitaðu hjálpar bara hjá einhverjum sem þú treystir.

Leitaðu þér hjálpar strax.

Talaðu við einhvern, skyldmenni vin eða bara einhvern.

Þetta lagast.

Sjálfsvíg er aldrei eina leiðin.

Haltu áfram, ekki gefast upp.

Þó að allt virðist ómögulegt þá verður þú að þrauka. Treystu mér ég veit að þetta er erfitt. Sjálfsvíg lagar ekki neitt það hindrar það bara að þér muni líða betur. Lífið er erfitt núna en þú munt ná að finna hamingjuna. Það tekur tíma og ég veit að þetta er eitt af erfiðustu hlutum sem þú munt nokkurn tíman þurfa að gera en þú verður að þrauka.

Leitaðu aðstoðar hjá fjölskyldu, vini, fagaðilum eða þeim sem þú getur treyst.

Það er von, ekki gefast upp.

Sjálfsmorð er aldrei svarið og það er alltaf hægt að fá hjálp og breytast.

Hlutirnir verða betri. Reyndu að leita eftir hjálp og treystu mér, þetta verður allt í lagi.

Lífið verður betra.

Fjölskyldan elskar þig.

Talaðu við fagfólk.

Þú ert ekki ein/n, þetta er hægt að meðhöndla.

Leitaðu þér aðstoðar fyrr en síðar, talaðu um vanlíðanina við þá sem þú treystir.

Ekki gefast upp! Samþykktu (horfstu í augu við) að þessar hugsanir leiti á þig en biddu um aðstoð til fagaðila, vinar, eða einhvers sem þú treystir til að tala um þetta og vinna í að komast á betri stað.

Ekki gefast upp, lífið verður þess virði.

Öll él birtir upp um síðir, við komumst í gegnum þetta saman.

Það er alltaf til leið út úr þessum hugsunum, segðu einhverjum frá og þau hjálpa þér að fá faglega aðstoð

Þú ert nóg.

Lífið er yndislegt, verður bara að finna þinn gleðistað

Það þykir einhverjum vænt um þig, talaðu við hann.

Ekki hika við að leita aðstoðar.

Engum á að líða svona, leitaðu þér hjálpar.

Hugsaðu til ættingja þinna.

Sama hversu slæmt lífið er núna þá getur allt breyst og maður verður að hafa von um að allt muni breytast.

Ekki gefast upp það er alltaf von.

Hugsaðu þetta lengra.

Leitaðu hjàlpar.

Leiaðu hjálpar, þetta er ekki þess virði

Það er alltaf ljós í myrkrinu.

Finndu einhvern sem þú treystir og getur talað við.

Biddu um aðstoð.

Leitaðu hjálpar, lífið hefur uppá svo margt að bjóða.

Segðu frá.

Fáðu hjálp.

Lífið er þess virði til að lifa því.

Leitaðu þér hjálpar áður en þú gerir eitthvað sem ekki er hægt að breyta.

Það geta allir fengið hjálp, ekki hika við það.

Það eru allir þess virði að lifa.

Það birtir alltaf til með tímanum.

Reyndu að treysta einhverjum fyrir líðan þinni, það er ansi erfitt að burðast með svona mikla vanlíðan.

Það er alltaf til leið.

Ekki er allt svo svart.

Það er alltaf von.

Það er alltaf hægt að finna lausnir.

Þú ert meira virði en þú heldur.

Ekki fara auðveldu leiðina.

Þetta er ekki rétta leiðin.

Þú ert mikils virði.

Það birtir upp um síðir.

Talaðu um vanlíðan við aðra.

Það er vont að finnast maður fastur og að eina leiðin út sé sjálfsvíg, Aftur á móti er alltaf hægt að finna aðra lausn.

Líttu þér nær þú ert aldrei ein/n.

Talaðu við einhvern. Það er alltaf til leið út úr vandanum, sama hversu útlitið er svart.

Það er von og það þykir alltaf einhverjum vænt um þig.

Fólki þykir vænt um þig! Þú ert þess virði og þú skiptir máli!

Vandamál þitt er tímabundið.

Bíddu, ekki fremja þessar hugsanir strax, sjáðu hvað lífið hefur fram á að færa því eftir nokkur ár muntu vera þakklát/ur fyrir að fremja þetta ekki.

Taktu einn dag í einu, þetta verður betra.

Það er ekki lausn, þú býrð bara til fleirri vandamál. Þá helst hjá ættingjum. Bíttu á jaxlinn, það birtir alltaf aftur.

Það er hægt að hjálpa þér.

Talaðu við einhvern nákominn og leitaði eftir aðstoð.

Það eru allir verr staddir án þín

Hugsaðu rökrétt.

Ekki gera það.

bottom of page